Af hverju?

Markmið verkefnisins er að skapa þær aðstæður sem nauðsynlegar eru til að byrja að bæta gæði almennrar kennslu, sérkennslu og kennslu án aðgreiningar fyrir þá nemendur sem þurfa að hafa samskipti á og fá kennslu á pólsku táknmáli.

Pólskt táknmál er notað í menntakerfinu í Póllandi á grundvelli 24. greinar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og reglugerð menntamálaráðuneytisins nr 3.1 um námskrár fyrir almenna skóla, frá 28. mars 2017.

Í lögum frá 19. ágúst 2011 er einnig fjallað um þjálfun í pólsku táknmáli og aðrar samskiptaleiðir.

Hins vegar eru, enn sem komið er, engir staðlar til um viðkomandi menntun. Ekki er til neinn grunnur um kennslu eða notkun á pólsku táknmáli, sem hægt væri að nota við þróun þessara sviða. Skortur á stöðlum sem lýsa hæfni á táknmálum hefur einnig verið viðurkenndur á evrópskum vettvangi og var Samevrópski viðmiðunarramminn fyrir táknmál þróaður af sérfræðingum í táknmálum árin 2012-2015.